| Sf. Gutt

Til hamingju!


Sadio Mané lék á dögunum sinn 250. leik fyrir hönd Liverpool. Hann náði þeim áfanga 2. mars þegar hann kom inn á sem varamaður í 3:1 sigri á móti Norwich City í FA. bikarnum. Senegalinn er búinn að reynast geysilega vel eftir að hann kom frá Southampton sumarið 2016.

Sadio er nú, sem fyrr segir, búinn að leika 250 leiki fyrir Liverpool. Í þeim hefur hann skorað 111 mörk og lagt upp 37. Stórgóður árangur hjá þessum magnaða framherja. 


Senegalinn bætti skrautfjöður í hattinn í síðasta mánuði þegar hann leiddi Senegal til sigurs í Afríkukeppninni. Hann tók við bikarnum sem fyrirliði eftir að hafa verið einn besti leikmaður keppninnar. 


Sadio Mané er búinn að vinna fimm titla hjá Liverpool. Hann vann Evrópubikarinn, Stórbikar Evrópu og Heimsmeistaratitil félagsliða 2019. Hann varð svo Englandsmeistari 2019/20. Sadio varð  Deildarbikarmeistari á dögunum. 

Liverpool klúbburinn óskar Sadio til hamingju með áfangann!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan