| Sf. Gutt

Sadio er maður fólksins


Segja má að Sadio Mané hafi við kosinn vinsælasti knattspyrnumaðurinn í Úrvalsdeildinni og eða sá besti. Hann var efstur í kjöri sem kallast PFA leikmaður ársins valinn af stuðningsmönnum. Það gladdi Sadio mikið að fá þessi verðlaun sem stuðningsmenn liða standa á bak við.  

,,Ég var mjög glaður og langar að þakka öllum þeim knattspyrnuáhugamönnum um víða veröld sem kusu mig. Þetta var ótrúlegt keppnistímabil fyrir mig og liðsfélaga mína."

Sadio skoraði 18 mörk og átti níu stoðsendingar í deildinni á leiktíðinni. Alls skoraði hann 22 mörk í öllum keppnum.

Sadio Mané er fimmti leikmaður Liverpool til að vera hlutskarpastur í þessari kosningu frá því hún fór fyrst fram 2001. Sex sinnum hafa leikmenn Liverpool unnið þetta kjör og er það met. 



2001. Steven Gerrard.



2009. Steven Gerrard. 



2011. Raul Meireles.



2014. Luis Suarez.



2018. Mohamed Salah. 



2020. Sadio Mané.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan