Robbie Keane

Fæðingardagur:
08. júlí 1980
Fæðingarstaður:
Dublin, Írlandi
Fyrri félög:
Crumlin United, Wolverhampton Wanderers, Coventry City, Inter Milan, Leeds United, Tottenham Hotspur
Kaupverð:
£ 20300000
Byrjaði / keyptur:
28. júlí 2008

Keane er næst dýrasti leikmaður félagsins er hann var keyptur á 20,3 milljónir punda í júlí 2008.

Þetta er í sjötta sinn sem Keane skiptir um félag en ferill hans byrjaði hjá Crumlin United sem er félag frá Dublin en hann varð fyrst þekktur í knattspyrnuheiminum þegar hann var leikmaður Úlfana árið 1997. Hann var svo keyptur til Coventry áður en Marcelo Lippi, þáverandi stjóri hjá Inter Milan keypti hann fyrir 13 milljónir punda sumarið 2000.

Þar spilaði Keane með leikmönnum eins og Ronaldo og Christian Vieri en þegar Lippi var rekinn fékk hann fá tækifæri til að sýna sig og sanna. Hann var lánaður til Leeds í desember og var svo keyptur til liðsins sex mánuðum síðar. Eins og allir vita átti Leeds í gríðarlegum fjárhagserfiðleikum og var hann einn af fjölmörgum leikmönnum sem var seldur frá liðinu árið 2002 þegar Tottenham keyptu hann á 7 milljónir punda.

Hjá Tottenham blómstraði hann og skoraði hann alls 107 mörk í 253 leikjum með liðinu og var hann í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins. Árið 2006 sagði svo forseti Inter Milan, Massimo Moratti, að hann sæi eftir því að hafa látið Keane fara frá Inter. Hann vann aðeins einn titil með Tottenham, Deildarbikarinn á nýliðnu tímabili eftir sigur á Chelsea.

Keane hefur spilað með flestum landsliðum Írlands og var hann m.a. Evrópumeistari með U18 ára liði Íra árið 1998 en þá hafði hann þegar spilað fyrir aðallandsliðið. Fyrsti landsleikur hans var gegn Möltu og er hann nú þegar orðinn markahæsti leikmaður Írlands frá upphafi og er hann fyrirliði landsliðsins í dag.

Tölfræðin fyrir Robbie Keane

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2008/2009 19 - 5 1 - 0 1 - 0 7 - 2 0 - 0 28 - 7
Samtals 19 - 5 1 - 0 1 - 0 7 - 2 0 - 0 28 - 7

Fréttir, greinar og annað um Robbie Keane

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil