Fyrrum leikmaður Liverpool með sinn fyrsta landsleik
Á meðan fyrrum félagar hans sleiktu sárin í Aþenu náði einn uppeldissona Liverpool að leika sinn fyrsta landsleik. Darren Potter, sem gekk til liðs við Úlfana fyrr á leiktíðinni lék með Írum í vináttuleik gegn Ekvador á Giants leikvanginum í New York. Þetta var fyrsti aðallandsleikurinn sem Darren spilar en hann hafði áður leikið einn B landsleik.
Írar tefldu fram ungu og óreyndu liði og eigi færri en ellefu leikmenn spiluðu sinn fyrsta landsleik. Leiknum lauk með jafntefli 1:1. Kevin Doyle, leikmaður Reading, skoraði mark Íra. Darren var einn fárra sem spiluðu allan leikinn. Hann þótti eiga góðan leik á miðjunni. Steve Staunton var mjög ánægður með þetta unga lið og sagði það hafa staðið sig vel.
Sem fyrr segir þá gekk Darren til liðs við Wolverhampton Wanderers fyrr á þessari leitíð. Hann var fastamaður í liðinu sem komst í umspil um sæti í Úrvalsdeildinni. Úlfarnir töpuðu báðum leikjum sínum í umspilinu fyrir grönnum sínum í West Bromwich Albion sem leika til úrslita við Derby um sæti í efstu deild á mánudaginn.
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður