| Sf. Gutt

Við verðskuldum að vera í úrslitaleiknum

Ýmsir í knattspyrnuheiminum hafa gagnrýnt Liverpool og leikstíl liðsins harkalega í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildarinnar. Til dæmis hafa þessar raddir heyrst úr herbúðum AC Milan. John Arne Riise vísar þessari gagnrýni á bug og segir að Liverpool verðskuldi að hafa unnið sér inn farseðil til Aþenu.

"Okkur er eiginlega alveg sama þegar fólk segir að við verðskuldum ekki að vera í úrslitaleiknum. Við vitum líka að Milan líkar ekki að spila á móti liðum eins og okkur. Ég hef heyrt fólk segja að það telji lið þeirra spila betur tæknilega og að við leikum fast. En sannleikurinn er sá að við getum líka spilað knattspyrnu. Þeir vita að við erum stórir og sterkir og að við munum nota það okkur til framdráttar. Þeim líkar ekki að spila á móti svona liðum. Það leit út fyrir að þeir ættu í erfiðleikum á móti Bayern Munchen, fyrr í keppninni, því þeir eru með sterka leikmenn. Þeir komust samt áfram en þeim líkar ekki að fást við svona líkamlega sterk lið. Við munum spila okkar eigin leikstíl sem hefur reynst okkur svo vel. Við hlustum ekki á aðra því við vitum hvað við getum gert."

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan