| Ólafur Haukur Tómasson

Benítez hrósar Bolo

Hinn hollenski Bolo Zenden hefur átt frábæra leiki undanfarið og segir Benítez að hann virki svona eins og lím í liðinu sem heldur því saman.

"Það er ekki auðvelt að tala um Zenden því sumt fólk gerir sér ekki grein fyrir því hve góður hann í rauninni er, bæði sem persóna og leikmaður. Hann er mjög keppnisfullur leikmaður og frábær liðsfélagi." sagði Benítez um Zenden.

"Einn þjálfari sem var með hann lýkti honum við lím, vegna þess að hann var alltaf á milli leikmanna og að reyna að halda þeim saman. Hann getur hjálpað ungu strákunum, nýju leikmönnunum, ensku leikmönnunum og þeim spænsku því hann talar mörg tungumál. Ég tel þetta vera mjög góða blöndu, hann er frábær liðsfélagi, frábær atvinnumaður og góður leikmaður."

Zenden sem gekk til liðs við Liverpool á frjálsri sölu frá Middlesbrough fyrir tveimur árum, er einn af nokkrum leikmönnum Liverpool sem verða samningslausir í sumar og segir Benítez að hann eigi enn eftir að taka ákvörðun um framtíð hans hjá félaginu.

"Ég var að tala við hann í síðustu viku vegna þess að hann er að missa samning sinn og það eina sem hann sagði við mig var 'Ég vil vinna úrslitaleikinn'. Það er eini mikilvægi hluturinn í augnablikinu en ég reyni hvað ég get að vera hreinskilinn við hann. Mér finnst hann vera frábær atvinnumaður en við þurfum að kryfja málið til mergjar.

Ég hef ekki enn tekið ákvörðun um þetta en ég mun útskýra fyrir honum um leið og ég ákveð eitthvað sama hvað ég ákveð, en eins og staðan er núna þá er ekki komin ákvörðun."

Liverpool ætlar sér að framlengja við nokkra af leikmönnum sínum eftir úrslitaleikinn og þá hafa nöfn eins og Finnan, Carragher, Gerrard, Reina og Alonso öll verið nefnd, og áhugavert verður að sjá hvort að Zenden muni verða einn af þeim leikmönnum.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan