| Sf. Gutt

Í hnotskurn

Alger ládeyða í hitanum í Manchester. Heitasti dagur ársins virtist draga allt kapp úr mönnum. Þetta er leikur Liverpool og Manchester City í hnotskurn.

- Þetta var 50. leikur Liverpool á leiktíðinni.

- Þetta var fjórða heimsókn Liverpool á Manchester leikvanginn.

- Þetta var annað jafntefli liðanna þar. Liðin hafa svo unnið sitt hvort leikinn.

- Ekki hafa fleiri áhorfendur mætt á Manchester leikvanginn á þessari leiktíð. Alls borguðu 45.883 sig inn á leikinn.

- Þetta var fyrsti markalausi leikur liðanna í Manchester frá því leiktíðina 1967/86.

- Líklega hefur sumum þótt jafntefli líkleg niðurstaða í leik liðanna. Liðin hafa skilið jöfn sex sinnum í síðustu tíu leikjum sínum í Manchester.

- Írinn Richard Dunne leiddi Manchester City sem fyrirliði. Hann er eini leikmaðurinn í efstu deild sem hefur leikið hverja einustu mínútu síns liðs í deildar- og bikarleikjum.

- Leikmönnum Manchester City hefur ekki tekist að skora deildarmark á heimavelli frá því í janúar.

- Leikmenn Liverpool léku með sorgarborða til minningar um stuðningsmenn liðsins sem létust í harmleiknum á Hillsborough.

- Allir fánar á Manchester leikvanginum voru dregnir í hálfa stöng af sama tilefni.   

Jákvætt:-) Vörn Liverpool var traust og liðið fékk ekki á sig mark. Það var fallegt að sjá Liverpool búann Joey Barton leggja blómvönd fyrir framan stuðningsmenn Liverpool til minningar um fórnarlömb harmleiksins á Hillsborough.

Neikvætt:-( Sóknarleikur Liverpool var daufur og kraftlítill. Sumir leikmenn liðsins virtust ekki mjög áhugasamir.

Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:

1. Xabi Alonso. Skapaði magnaðasta atvik leiksins þegar hann skaut ótrúlegu skoti frá sínum vallarhelmingi.

2. Jamie Carragher. Gaf allt sitt í leikinn eins og venjulega og var eins og klettur í vörninni.

3. Javier Mascherano. Hann var mjög ákveðinn og átti nokkrar góðar tæklingar.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan