| Sf. Gutt

Nú er lag!

Það er alltaf spenna milli þessara liða áður en hólmgöngur þeirra eiga sér stað. Ekki er spennan minni fyrir þennan leik. Rafael Benítez hefur enn ekki náð að stýra Liverpool til sigurs gegn Manchester United í deildinni. Á morgun gefst tækifæri til að bæta úr því. Liverpool lagði Manchester United 1:0 að velli á Anfield Road í F.A. bikarnum á síðustu leiktíð. Rauði herinn hefur hins vegar ekki sigrað Rauðu djöflanna í deildinni á Anfield Road frá því á leiktíðinni 2001/2002. Þá sigraði Liverpool 3:1. Nú er lag að endurtaka leikinn!

"Liverpool og Manchester United hafa barist um titla í mörg ár en það er lykilartriði að það sé virðing á milli félaganna. Mér finnst virðing vera lykilatrði í knattspyrnu. Við þurfum að fara varlega í svona stórleikjum því annars gætu sumir misst stjórn á sér. Ég vil ekki að það gerist. Það er sjálfstraust í herbúðum okkar og við berum virðingu fyrir góðu liði. Við höfum verið að leika vel og þessi leikur er á Anfield þar sem við eigum stuðning okkar stuðningsmanna vísan.

Leikurinn er mikilvægur fyrir United en hann hefur líka mikla þýðingu fyrir okkur því við verðum að sigra sterkustu liðin og það fyrir framan stuðningsmenn okkar. Við viljum ná stigunum til að geta endað eins ofarlega í töflunni og mögulegt er. Stuðningsmenn okkar vilja fyrir alla muni að við leggjum United að velli. Árangur okkar á heimavelli er mjög góður og við viljum viðhalda honum gegn liði sem hefur verið að spila mjög vel á útivöllum. Ég hef mikla trú á okkur núna. Við unnum þá í F.A. bikarnum á síðustu leiktíð og það skilur lítið á milli okkar. Við höfum ekki unnið þá í deildarleik frá því ég kom hingað en ég hef mikla trú á því að það verði breyting á því á morgun. Við getum unnið þennan leik."

Leikmenn Liverpool hafa undirbúið sig af kappi fyrir þennan leik. Hér má sjá leikmennina æfa af kappi á Melwood.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan