| Sf. Gutt

Í hnotskurn

Deildarkeppnin hafin. Mikilli rimmu við nýliðana lauk með jafntefli. Þetta er leikur Liverpool og Sheffield United í hnotskurn.

- Liverpool hóf sina 92. leiktíð í efstu deild og þá 45. í röð eftir að liðið vann aðra deild vorið 1962.

- Sheffield United hóf sína 60. leiktíð í efstu deild.

- Liðið komst upp í efstu deild eftir að hafa endað í öðru sæti á eftir Reading í næst efstu deild.

- Sheffield United lék síðast í efstu deild leiktíðina 1993/94. Það var fyrsta leiktíð Robbie Fowler með Liverpool!

- Liðin léku síðast saman í undanúrslitum Deildarbikarsins leiktíðina 2002/2004. Sheffield vann þá heimaleikinn 2:1 en Liverpool vann 2:0 á Anfield Road og komst í úrslit þar sem liðið vann Manchester United 2:0.

- Liverpool hóf leik á útivelli þriðju leiktíðina í röð.

- Fyrir þennan leik hafði Liverpool unnið níu deildarleiki í röð.

- Liðið missti síðast stig 12. mars þegar það tapaði síðasta leik sínum á Highbury 2:1 fyrir Arsenal.

- Robert Hulse skoraði fyrsta markið í efstu deild á þessari leiktíð.

- Robbie Fowler skoraði fyrsta deildarmark Liverpool á leiktíðinni.

- Þeir Jermaine Pennant, Craig Bellamy, Mark Gonzalez og Fabio Aurelio léku fyrsta deildarleik sinn með Liverpool.

- Liverpool lék sinn fyrsta leik eftir að hafa náð Skildinum heim í fimmtánda sinn eftir 2:1 sigur á Chelsea.

Jákvætt:-) Leikmenn liðsins tóku sig á eftir leikhlé. Þeir gáfust ekki upp þótt þeir lentu marki undir og náðu að jafna metin. Robbie Fowler sýndi mikið öryggi þegar hann jafnaði úr vítaspyrnunni.

Neikvætt:-( Liverpool missti stig í leik sem liðið var fyrirfram talið eiga að vinna. Bæði John Arne Riise og Jamie Carragher meiddust og það í fyrri hálfleik.  

Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:

1. Steven Gerrard. Þegar Liverpool þurfti mest á honum að halda sýndi hann hvað í honum býr. Steven vann vítaspyrnuna mikilvægu sem sem færði Liverpool stig. Hann dró vagninn þegar liðið jók hraðann eftir leikhlé.

2. Fabio Aurelio. Brasilíumaðurinn stóð sig vel í sínum fyrsta leik í Úrvalsdeildinni og var nærri búinn að skora. Paddy Kenny, markvörður Hnífsblaðanna, varði naumlega aukaspyrnu frá honum. Fabio veitti liðinu góða vídd á vinstri kantinum og lék svo vel sem vinstri bakvörður þegar hann tók við af John Arne Riise þegar hann var borinn meiddur af velli. 

3. Robbie Fowler. Sýndi gríðarlegt öryggi þegar hann jafnaði metin úr vítaspyrnunni. Hann lagði hart að sér í sókninni. Rauðliði númer níu átti líka þátt í að vinna vítaspyrnuna þegar hann sendi frábæra sendingu á Steven Gerrard.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan