| AB

Ég vil gjarnan vera áfram

Robbie Fowler veit að hann verður ekki í liðinu gegn United og að nú sé fimmti framherjinn á leið til liðsins í sumar. Hvað bíður goðsagnarinnar?

Robbie Fowler er í engum vafa um að hann á nóg eftir. Hann skoraði tvö mörk úr vítum gegn Sheffield United um helgina og eygir annan samning við Liverpool í sumar:

"Ég veit að framhaldið er óljóst um þessar mundir. Ég hef ekki rætt við neinn hjá félaginu um framtíðina og ég einbeiti mér að því að njóta hverjar einustu mínútu hjá Liverpool. Ég mun ræða við forráðamenn félagsins um næsta tímabil þegar það er við hæfi. Ég er ekki yngsti leikmaðurinn hjá félaginu en ekki heldur sá elsti. Ég á nokkur góð ár eftir og ætla að halda áfram að spila.

Sumir hafa minnst á að ég ætti að gerast þjálfari og ég var bendlaður við boltann í Bandaríkjunum en ég hef ekki hugleitt næsta skref. Ég tel mig hafa mikið fram að færa sem leikmaður og ég ætla að leika eins mikið og ég get til loka leiktíðarinnar.

Fowler skoraði úr tuttugustu vítaspyrnu sinni á ferli sínum með Liverpool um helgina og hefur þar með skorað úr 20 af 26 vítaspyrnum sínum sem er þokkalegur árangur. Hann veit þó að þessi tvö mörk gefa honum ekki grænt ljós á að vera í byrjunarliðinu gegn United um helgina:

"Það er ekki auðvelt að spila þegar maður hefur verið fjarri svo lengi og það sást í leiknum. Ég vil frekar skora utan af velli en af vítapunktinum en ég kvarta ekki. Ég vil nýta hvert marktækifæri. Það var einnig gaman að taka þátt í markinu hans Stevie. Ég ætla hins vegar ekki að blekkja sjálfan mig. Ég býst ekki við því að vera í byrjunarliðinu um helgina en það væri frábært að taka þátt. Stjórinn ræður því en ég veit hvenrig staðan er og að aðrir leikmenn munu endurheimta sæti sitt í liðinu."




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan