| Sf. Gutt

Fullar sættir milli Norðmannsins og Veilsverjans!

Hver svo sem ágreiningur þeirra Craig Bellamy og John Arne Riise var í Portúgal þá hafa þeir nú náð fullum sáttum. Það er af og til rætt um að Craig verði seldur og ekki minnkaði umræðan um það eftir uppþotið í Portúgal. En sá norski vill alls ekki missa Veilsverjann frá Liverpool! Þetta kemur fram í viðtali John Arne við News of the World.

"Hann er frábær leikmaður og við viljum allir hafa frábæra leikmenn hjá þessu félagi. Hann leggur alltaf mjög hart að sér fyrir liðið. Ég ræð engu um þá ákvörðun hver framtíð Craig verður hjá Liverpool. Mitt er að einbeita mér að sjálfum mér og því sem ég er að gera fyrir liðið. En ég myndi vilja að hann yrði áfram hérna.

Örlögin tóku í taumana og höguðu því þannig að það skyldu vera ég og Craig sem skoruðu mörkin. Við vorum búnir að eiga erfiða viku eftir dvölina í Portúgal en við bjuggum yfir því hugrekki að láta öll vandamál til hliðar. Bæði ég og Craig erum þroskaðir karlmenn og við erum hluti af liði. Við ræddum saman um hvað gerðist en það mikilvægasta var að við sammæltumst um að láta allt liðið eiga sig. Við erum ánægðir með það.

Það var stórkostlegt að skora gegn Barcelona en við gerðum það fyrir liðið en ekki okkur sjálfa. Það eru sterk bönd á milli okkar. Við vissum að allir áttu von á því, eftir það sem gerðist í Portúgal, að okkur mistækist. Þetta snerist bara aldrei um John Arne Riise eða Craig Bellamy. Þetta var sigur fyrir Liverpool."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan