| Grétar Magnússon

Þekking á spænska boltanum nýtist vel

Deco, miðjumaður Barcelona, segir að sú þekking sem Rafael Benítez og þjálfaralið hans búi yfir varðandi spænska boltann komi til með að nýtast Liverpool vel í viðureign liðanna.

Eins og vitað er var Benítez þjálfari unglingaliða Real Madrid og sigursæll þjálfari hjá Valencia.  Hann hefur mikla þekkingu á spænskum fótbolta og sennilega hlakkar honum mikið til að takast á við erkióvini Real Madrid í tveimur stórleikjum.

Deco sagði: ,,Þetta verður erfiður leikur og okkur hlakkar til.  Þjálfarinn þeirra og leikmenn vita allt um spænskan bolta og í Benítez eru þeir með góðan stjóra."

,,Ég hef trú á því að þetta nýtist Liverpool vel og öfugt fyrir Barcelona.  Það er ekki þar með sagt að við vitum ekkert um Liverpool.  Ég horfi mikið á þá í sjónvarpinu og þeir eru sterkir, en Benítez hefur mjög góða þekkingu á öllum okkar leikmönnum."

Deco segir einnig að Steven Gerrard sé besti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni og bætti við:  ,,Við vitum allt um Meistaradeildina.  Liverpool unnu þessa keppni á undan okkur þannig að við erum upp á móti fyrrverandi meisturum.  Þetta verða sigurvegarar á móti sigurvegurum," sagði hann."

Og Deco segir að lokum að hann telji Barcelona ekki vera sigurstranglegra liðið:  ,,Það er enginn sigurstranglegri í mínum huga.  Liverpool eru sterkir heima og þeir munu augljóslega reyna að vinna hér til að auka möguleika sína á áframhaldandi þátttöku í keppninni.  Bæði lið eru með góða stjóra og gæða leikmenn.  Hvort lið er sterkt á sinn hátt og það verður hart barist í þessum leikjum."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan