Salif Diao farinn á braut
Senegalinn Salif Diao hefur yfirgefið Liverpool. Hann er búinn að gera samning við Stoke City til vors og þar með er dvöl hans hjá Liverpool lokið. Þetta var tilkynnt á hinni opinberu vefsíðu Liverpool í dag. Salif hefur verið í láni hjá Stoke á þessari leiktíð og staðið sig með sóma. Þykir hann hafa átt mikinn þátt í góðu gengi liðsins sem nú er í baráttu um sæti í Úrvalsdeildinni.
Salif var keyptur til Liverpool sumarið 2002 ásamt landa sínum El Hajdi Diouf. Báðir höfðu staðið sig vel með landsliði Senegal á Heimsmeistaramótinu í Austurlöndum fjær. Því miður stóðu þeir landar aldrei undir væntingum hjá Liverpool. Salif var þó aldrei til vandræða en hann var bara ekki nógu góður. Salif lék alls 61 leik með Liverpool og skoraði þrjú mörk. Við óskum honum góðs gengi.
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar!