| Sf. Gutt

Jamie vill verja bikarinn góða

Jamie Carragher er sigursælastur af núverandi leikmönnum Liverpool. Alls á hann nú tíu titla á afrekaskrá sinni. Þar af hefur Jamie unnið F.A. bikarinn í tvígang. Hann vill leggja allt í sölurnar við að verja F.A. bikarinn sem Liverpool vann eftir magnaðan sigur á West Ham United síðasta vor. Hann veit þó að það verður ekki auðvelt. Til dæmis er fyrsta hindrunin með þeim erfiðari. En Jamie óttast ekkert.

"Það fer ekki á milli mála að þetta verður erfiður leikur en okkar hlakkar samt til hans. Nokkrir af okkur hafa unnið F.A. bikarinn tvisvar sinnum. Það væri gaman að komast yfir þessa hindrun og svo áfram og vinna bikarinn aftur. Það skiptir nefnilega engu hvað maður hefur afrekað áður. Maður verður aldrei leiður á að vinna titla."

 

 

 

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan