| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Bikarmeistararnir gátu vart fengið erfiðara verkefni til að hefja vörn sína á F.A. bikarnum. Jólin enda á stórleik eins og þeir gerast hvað stærstir. Það má með sanni segja að Liverpool hefði getað fengið auðveldari byrjun við vörn F.A. bikarsins. En til að vinna útsláttarkeppni þarf að ryðja öllum hindrunum úr vegi hvort sem þær eru erfiðar eða auðveldar.

Síðast þegar Liverpool reyndi að verja F.A. bikarinn mætti liðið líka Arsenal. Það var reyndar í 4. umferð keppninnar. Skytturnar höfðu þá harma að hefna því Liverpool hafði lagt þær að velli vorið áður til að vinna keppnina. Það tókst þeim og Liverpool var þar með úr leik. Vonandi farnast Liverpool betur við vörn F.A. bikarsins en þá. Liverpool hefur sjö sinnum, 1965, 1974, 1986, 1989, 1992, 2001 og 2006, unnið F.A. bikarinn en aldrei tekist að verja hann árið eftir.

Liverpool v Arsenal

Þetta er leikur umferðarinnar. Ég spái Liverpool sigri vegna þess að þeir vilja hefna fyrir útreiðina sem þeir fengu á Emirates leikvanginum fyrr á leiktíðinni.


Úrskurður: Liverpool v Arsenal. 2:1.

Fyrri rimmur í F.A. bikarnum...

01. febrúar 1913, 2. umferð. Arsenal:Liverpool 1:4. 
13. janúar 1923, 1. umferð. Liverpool:Arsenal 0:0. 
17. janúar 1923, 1. umferð, aukaleikur. Arsenal:Liverpool 1:4. 
19. febrúar 1927, 5. umferð. Arsenal:Liverpool 2:0. 
25. janúar 1936, 4. umferð. Liverpool:Arsenal 0:2. 
29. apríl 1950, úrslitaleikur. Arsenal:Liverpool 2:0. Fyrsti leikur Liverpool á Wembley. 
16. mars 1963, 5. umferð. Arsenal:Liverpool 1:2. 
15. febrúar 1964, 5. umferð. Arsenal:Liverpool 0:1. 
08. maí 1971, úrslitaleikur. Arsenal:Liverpool 2:1. Þetta var mikil rimma sem fór í framlengingu. Steve Heighway kom Liverpool yfir en þeir Eddie Kelly og Charlie George tryggðu Arsenal sigur og um leið Tvennuna eftirsóttu.
12. apríl 1980, undanúrslit. Liverpool:Arsenal 0:0. Fyrsta viðureignin í Maraþoni liðanna. 
16. apríl 1980, undanúrslit fyrsti aukaleikur. Liverpool:Arsenal 1:1. David Fairclough skoraði fyrir Liverpool.
28. apríl 1980, undanúrslit annar aukaleikur. Liverpool:Arsenal 1:1. Kenny Dalglish skoraði fyrir Liverpool. 
01. maí 1980, undanúrslit þriðji aukaleikur. Arsenal:Liverpool 1:0. Maraþoninu lauk með því að Liverpool féll úr leik. 
12. maí 2001, úrslitaleikur. Arsenal:Liverpool 1:2. Allt er þegar þrennt er og Liverpool náði loks að leggja Skytturnar að velli í úrslitaleik F.A. bikarsins. Það leit þó allt út fyrir sigur Arsenal þegar Freddie Ljungberg skoraði í síðari hálfleik. Michael Owen sneri blaðinu við með tveimur mörkum á síðustu tíu mínútum leiksins. Einn eftirminnilegustu endalok í úrslitaleik F.A. bikarsins og Prinsinn af Wales var krýndur í Cardiff.  
27. janúar 2002, 4. umferð. Arsenal:Liverpool 1:0. Skytturnar náðu fram hefndum eftir tapið í úrslitaleiknum vorið áður. Dennis Bergkamp skoraði eina markið í miklum baráttuleik. 




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan