| Sf. Gutt

Í hnotskurn

Bikarmeistararnir unnu öruggan sigur í Dalnum. Sigurinn kom liðinu upp í þriðja sæti deildarinnar. Þetta er leikur Liverpool og Charlton í hnotskurn.

- Liverpool hefur ekki gengið of vel í höfuðstaðnum síðustu árin og þetta var aðeins þrettándi sigur liðsins þar í 50 leikjum.

- Xabi Alonso skoraði tíunda mark sitt fyrir Liverpool. Mörkin hefur hann skorað í 110 leikjum.´

- Þetta var annað mark hans á leiktíðinni.

- Þetta var í annað sinn sem Xabi hefur tekið vítaspyrnu fyrir Liverpool. Vítaspyrna hans gegn AC Milan var varin í Istanbúl en það kom ekki að sök!

- Liverpool fékk líka víti í síðasta leik. Steven tókst þá ekki að skora og nú fékk Xabi að reyna sig. Sem betur fer gekk allt að óskum hjá honum.

- Craig Bellamy skoraði 50. deildarmark sitt á ferlinum. Fjögur hefur hann skorað fyrir Liverpool en hin fyrir Norwich City, Coventry City og Newcastle United.

- Craig hefur gaman af því að leika gegn Charlton. Þetta var sjötta mark hans gegn liðinu og hefur hann ekki skorað fleiri mörk gegn neinu öðru liði.

- Peter Crouch lék sinn 250. leik á ferlinum.

- Steven Gerrard lék sinn 250. deildarleik.

- Jose Reina hélt marki sínu hreinu sjöunda leikinn í röð.

- Jose lék 80. leik sinn með Liverpool.

- Djimi Traore lék gegn sínum gömlu félögum. Hann er nýfarinn að leika aftur eftir fótbrot sem hann varð fyrir í upphafi leiktíðar.

Jákvætt:-) Liverpool lék einn besta leik sinn á leiktíðinni. Sóknarleikurinn var mjög góður og liðið skapaði sér fjölmörg færi. Hraðinn í sóknarleik Liverpool var mjög mikill á köflum. Jose Reina er kominn í sitt gamla form og hélt markinu enn einu sinni hreinu. Liverpool hefur nú skorað þréttán mörk í síðustu fjórum leikjum! Liðið komst upp í þriðja sætið en svo hátt hefur liðið ekki komist áður á þessari leiktíð!

Neikvætt:-( Liverpool átti að vera búið að gera út um leikinn eftir stundarfjórðung en leikmenn nýttu færin illa. Það kom þó ekki að sök.

Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:

1. Dirk Kuyt. Leikskilningur Hollendingsins lék lykilhlutverk í þessum sigri. Samvinna hans við Craig Bellamy var alveg frábær á köflum. Hann er mjög laginn við að ná öðrum mönnum inn í spilið. Dirk var ótrúlega óheppinn að skora ekki.

2. Craig Bellamy. Hann herjaði á varnarmenn Charlton liðlangan daginn og þeir réðu ekkert við hraða og beinskeyttni Veilsverjans. Craig skoraði líka frábært mark og hann verðskuldaði það sannarlega.

3. Xabi Alonso. Framúrskarandi leikur hjá Xabi sem er án efa búinn að finna sitt besta form. He opnaði vörn Charlton aftur og aftur með snjöllum sendingum.  

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan