| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Átta mörk og sex stig í síðustu tveimur deildarleikjum og nú verður að halda strikinu. Liverpool hefur unnið alltof fáa leiki í höfuðstaðnum á síðustu árum en nú er gott tækifæri á sigri. Að minnsta kosti hefur næstu mótherjum Liverpool gengið flest í mót á þessari leiktíð. Charlton Athletic varð fyrst liða til að skipta um framkvæmdastjóra á leiktíðinni og liðið hefur alls ekki staðið undir væntingum. Þessi óáran í Dalnum er þó ekki nein trygging fyrir því að Liverpool muni eiga alls kostar við Charlton. En leikmenn Liverpool hafa verið að ná sér á strik í síðustu leikjum og þess vegna á leikur sem þessi að vera sigurleikur.

Leikmenn Liverpool fengu kærkomið frí í þessari viku og sinntu hefðbundnum jólahefðum. Fyrst héldu leikmenn jólagrímuball sem löng hefð er fyrir og svo fóru leikmenn í árlega heimsókn á barnadeild Alder Hay spítalans. Leikmenn ættu því að vera vel hvíldir og tilbúnir í átökin í Dalnum á morgun.

Charlton Athletic v Liverpool

Upp á síðkastið hafa leikmenn Liverpool farið að skora mörk. Núna gengur vel uppi við mark andstæðinganna hjá þeim. Núna er allt í hers höndum hjá Charlton og liðið hefur ekki byrjað vel undir stjórn Les Reed. Flestum utanaðkomandi finnst að liðið sé líklegt til að falla.

Úrskurður: Charlton Athletic v Liverpool. 0:3.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan