| Sf. Gutt

Í hnotskurn

Ekkert kraftaverk á Ataturk leikvanginum í þetta sinn. Sem betur fer var ekki þörf á því. Þetta er leikur Liverpool og Galatasaray í hnotskurn.

- Liverpool sótti Ataturk leikvanginn heim þar sem liðið varð Evrópumeistari vorið 2005.

- Leikvangurinn er ekki heimavöllur Galatasaray en forráðamenn félagsins ákváðu að spila heimaleiki liðsins í Meistaradeildinni þar í von um að fá fleiri áhorfendur.

- Galatasaray hefur unnið tvo Evróputitla. Þeir unnu Evrópukeppni félagsliða og Stórbikar Evrópu árið 2000.

- Hetjan frá Konstantínópel Jerzy Dudek stóð í marki Liverpool. Þetta var fyrsti Evrópuleikur hans frá því hann varð goðsögn með framgöngu sinni gegn AC Milan.

- Alls hafa sex leikmenn leikið bæði með Liverpool og Galatasaray. Þetta eru þeir Mike Marsh, Barry Venison, Dean Saunders, Rigobert Song, Abel Xavier og Brad Friedel. Graeme Souness hefur stýrt báðum liðum. Bæði unnu bikarkeppni landa sinna undir stjórn hans.

- Jamie Carragher lék sinn 85. Evrópuleik með Liverpool. Hann er nú búinn að leika jafn marga leiki og Tommy Smith. Ian Callaghan hefur leikið flesta Evrópuleiki af leikmönnum Liverpool. Hann lék 89 Evrópuleiki á ferli sínum.

- Aðeins fimm Evrópumeistarar léku þennan leik. Það voru þeir Jerzy Dudek, Jamie Carragher, Xabi Alonso, John Arne Riise og Sanz Luis Garcia.

- Miki Roque spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool.

- Robbie Fowler skoraði tvívegis í leiknum. Hann hefur nú skoraði 14 Evrópumörk fyrir Liverpool og er í sjötta sæti yfir markahæstu menn Liverpool í Evrópukeppnum.

- Robbie hefur nú skorað 180 mörk fyrir Liverpool.

- Galatasaray var eina liðið sem náði að skora hjá Liverpool í riðlakeppninni. Tyrkneska liðið skoraði fimm sinnum gegn Liverpool.

- Liverpool vann riðilinn. PSV Einhoven fylgir liðinu upp úr riðlinum. Bordeaux fékk sæti í Evrópukeppni félagsliða en Glalatasaray er úr leik í Evrópukeppnum á þessari leiktíð.   

Jákvætt:-) Liverpool var búið að vinna riðilinn svo þetta tap kom ekki að sök hvað það varðaði. Robbie Fowler sýndi að hann er ekki búinn að gleyma hvernig á að skora mörk. Það var gaman að sjá Liverpool spila aftur á Ataturk leikvanginum þótt úrslitn væru ekki eins góð og síðast!

Neikvætt:-( Það var leiðinlegt að tapa þessum leik út af slæmum varnarmistökum. Tvö mörk tyrkneska liðsins komu eftir mjög slæm varnarmistök og það frá tveimur af reyndustu mönnum liðsins.

Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:

1. Robbie Fowler. Prýðileg endurkoma Robbie í aðalliðið. Hann markaði hana með þeim ehætti sem hann kann best það er með því að skora mörk. Hann var óheppinn að skora ekki þrennu. Það var eitt mark dæmt af honum og svo var einu sinn vel varið frá honum.

2. Craig Bellamy. Craig var mjög ósérhlífinn og vann vel fyrir liðið. Hann lagði líka upp mark fyrir Robbie með hánákvæmri fyrirgjöf.

3. Jermaine Pennant. Þetta var án efa einn af betri leikjum Jermaine Pennant í rauðu peysunni hingað til. Hann réðst til atlögu gegn varnarmönnum að utanverðu. Frábær fyrirgjöf hans gaf af sér mark fyrir Robbie Fowler.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan