Pongolle vill ekki fara aftur til Liverpool
Florent Sinama-Pongolle segist vera á réttri hillu í spænska boltanum og hefur enga löngun að snúa aftur til Liverpool þegar lánssamningur hans við Recreativo Huelva rennur út. Hann hefur skorað 5 mörk í 11 leikjum og nýtur lífsins.
"Flest mörk sem leikmaður Huelva hefur skoraði í úvalsdeildinni eru tíu og ég er kominn með fimm þannig að ég stefni á metið. Það er alveg á hreinu að ég vil ekki fara aftur til Liverpool. Ég hef fundið bolta við mitt hæfi á Spáni. Mér gengur allt í haginn hérna og lífsstílinn og gæði fótboltans eru í hæsta klassa."
Florent lék einn leik með Liverpool á þessari leiktíð. Hann kom þá inn sem varamaður einni mínútu fyrir leikslok þegar Liverpool vann Chelsea 2:1 í Skjaldarleiknum. Frakkinn nældi sér þar með í verðlaunapening. Það má því segja að hann hafi notað tímann vel hjá Liverpool á þessari leiktíð.
-
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir ungan markmann