Fáir betri hægri kantmenn en Pennant
Jermaine Pennant hefur leikið 16 leiki síðan hann gekk til liðs við Liverpool í sumar. Það er líklegt að hann verði í sviðsljósinu gegn sínum gömlu félögum í Birmingham annað kvöld og hann hefur gefið Rafa mikilvægar upplýsingar um liðið. Rafa líst vel á hvernig hann hefur staðið sig hingað til hjá Liverpool.
"Hann er snöggur, getur leikið á leikmenn og gefið fyrir. Fjölmargir kunna að gefa boltann fyrir en hann getur gefið fyrir þó að leikmaður sé í honum og fyrirgjafirnar hans eru mjög góðar. Hann getur gefið fyrir í fyrsta eftir að boltinn berst til hans. Hann er klassaleikmaður. Hann er góður fyrir Kuyt og Crouch og gefur okkur aðra möguleika.
Það er mikilvægt að leikmennirnir skilji hvern annan. Hann er ungur leikmaður sem er enn að læra og skilningur hans gagnvart öðrum leikmönnum er sífellt að batna. Ég veit ekki um marga hægri kantmenn sem eru betri en Pennant í ensku úrvalsdeildinni."
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina