Dirk Kuyt er nánast hinn fullkomni framherji!
Rafa Benítez var að sjálfsögðu hæstánægður með Dirk Kuyt eftir leikinn gegn Reading um helgina þar sem hann skoraði bæði mörk Liverpool.
"Ég hef fylgst lengi með Dirk og hann er mjög stöðugur leikmaður og er nánast hinn fullkomni framherji. Hann leggur hart að sér, veldur varnarmönnum miklum vandræðum og kemur öðrum leikmönnum inn í leikinn. Ef hann sýnir svipað hugarfar og gegn Reading mun hann skora fjölda marka."
Rafa var ánægður með mörk Kuyt gegn Reading en lagði áherslu á að aðrir leikmenn yrðu líka að komast á blað.
"Það er mikilvægt að hafa leikmann sem getur skorað meira en 20 mörk en það er líka mjög mikilvægt að hafa þrjá til fjóra leikmenn sem geta skorað. Crouch, Bellamy, Garcia og Gerrard verða líka að skora fjölda marka. Ég myndi gjarnan vilja hafa leikmann sem getur skorað 25 mörk en það stoðar lítið ef afgangurinn af liðinu skorar ekki."
Dirk hefur skorað fimm mörk eftir að hann kom til Liverpool og framganga hans með liðinu lofar sannarlega góðu.
-
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Mohamed skilinn eftir heima í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Allt í uppnámi eftir hörð orð Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Í minningu

