Sjaldgæf óskabyrjun!
Það er ekki hægt að fá betri byrjun hjá nýju liði en að skora í sínum fyrsta leik með því. Oftast eru það sóknarmenn og miðvallarleikmenn sem afreka slíkt. Til dæmis skoruðu þeir Craig Bellamy og Mark Gonzalez í sínum fyrsta leik með Liverpool á þessari sparktíð þegar þeir tryggðu 2:1 sigur á Maccabi Haifa. Þeir tveir teljast til framlínumanna. Það er á hinn bóginn mjög sjaldgæft að varnarmenn geri það.
Miðvörðurinn Gabriel Paletta afrekaði þó að skora í sínum fyrsta leik með Liverpool á miðvikudagskvöldið. Hann skoraði þá gegn Reading með fallegum skalla eftir hornspyrnu frá Jermaine Pennant. Um leið varð hann fyrsti Argentínumaðurinn til að skora fyrir Liverpool. Mauricio Pellegrino, se var fyrsti Argentínumaðurinn til að leika með Liverpool skoraði aldrei á ferli sínum hjá félaginu.
Síðasti varnarmaður Liverpool til að skora í sínum fyrsta leik var Abel Xavier. Hann skoraði strax á 16. mínútu þegar Liverpool vann stórsigur 6:0 gegn Ipswich Town á Portman Road í febrúar 2002. Þegar Abel skoraði í sínum fyrsta leik var haft á orði að langt væri um liðið frá því varnarmaður hefði skorað í sínum fyrsta leik með Liverpool. En Gabriel Paletta bættist í þennan hóp í vikunni og fagnaði því innilega.
Argentínumaðurinn skallar í mark og
fagnar fyrir framan The Kop!
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!