Robbie fær hrós frá Rafa
Rafael Benítez hrósaði Robbie Fowler eftir leikinn gegn Reading í gærkvöldi. Robbie átti hrósið sannarlega skilið enda átti hann stórleik í sínum fyrsta leik með aðalliðinu frá því í byrjun september. Hann skoraði fyrsta mark Liverpool og lagði upp mark fyrir Peter Crouch sem reyndist sigurmarkið í leiknum. Markið hans Robbie kom honum svo upp í annað sætið yfir markahæstu menn Liverpool í merkri Deildarbikarsögu félagsins.
Rafael sagði þetta um Robbie eftir leikinn. "Við vitum að Robbie á ótrúlegan árangur í þessari keppni. En ef liðið heldur áfram að leika svona og skapa sér mörg marktækifæri þá getur hann skorað mörk í öllum keppnum. Hann er það góður leikmaður. Robbie spilaði vel í leiknum því hann býr yfir miklum leikskilningi og hæfileikum. Hann er mjög góðir í því fagi að skora mörk eins og hann sýndi þegar hann skoraði þetta frábæra mark. Hann afgreiddi markið mjög vel. Ég fylgist með honum á æfingum á hverjum degi og hann er mjög góður. Það eru bara leikmenn sem hafa hæfileika eins og hann sem geta gert svona hluti."
Nú er að sjá hvort Robbie fær fleiri tækifæri í aðalliðinu í komandi leikjum. Sem fyrr segir þá lék hann mjög vel í gærkvöldi. Margir stuðningsmenn Liverpool voru orðnir langeygir eftir því að sjá Guð í aðalliðinu eftir langt hlé. Í gærkvöldi fékk hann loks tækifærið og það má með sanni segja að hann hafi gripið það og sýnt hvað í honum býr. Vonandi verða tækifæri hans fleiri því það er næsta víst að hann getur lagt sitt af mörkum til þess að liðinu gangi betur.
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!