| Grétar Magnússon

Robbie orðinn næst markahæstur í Deildarbikarnum

Mark Robbie Fowler gegn Reading á miðvikudagskvöldið ýtti honum upp fyrir sjálfan Kenny Dalglish á listanum yfir markahæstu menn félagsins í Deildarbikarnum.

Mark Robbie Fowler, sem var fyrsta mark leiksins, var hans 28. í Deildarbikarnum en fyrir leikinn var hann jafn Kenny Dalglish með 27 mörk.  Það hefur alltaf hentað Robbie vel að spila í Deildarbikarnum því hann skoraði fimm mörk gegn Fulham árið 1993 og margir muna eftir marki hans gegn Birmingham í úrslitum Deildarbikarsins árið 2001.

Enginn kemst þó með tærnar þar sem Ian Rush hefur hælana á þessum ágæta lista því hann skoraði hvorki fleiri né færri en 48 mörk fyrir Liverpool í Deildarbikarnum.
 
Hér er listinn yfir markahæstu menn Liverpool í Deildarbikarnum:
 
1. Ian Rush (48)
2. Robbie Fowler (28)
3. Kenny Dalglish (27)
4. Ronnie Whelan (14)
5. Steve McMahon (13)
6. Danny Murphy (11)
7. David Fairclough (10)
7. Steve McManaman (10)
9. David Johnson (9)
9. Jan Molby (9)
9. Michael Owen (9)
9. Graeme Souness (9)
 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan