Robbie snýr aftur!
Robbie Fowler mun snúa aftur til leiks með aðalliði Liverpool annað kvöld. Liverpool mætir þá Reading í Deildarbikarnum og víst er að margir stuðningsmenn Liverpool eru orðnir nokkuð langeygir eftir að sjá Guð í aðalliðinu á nýjan leik. Robbie hefur aðeins spilað tvo leiki á leiktíðinni. Hann lék fyrsta deildarleikinn gegn Sheffield United og skoraði þá úr vítaspyrnu. Markið tryggði jafntefli 1:1 og eina útistig Liverpool í deildinni enn sem komið er. Að auki er þetta eina markið sem Liverpool hefur skorað á útivelli í deildinni það sem af er leiktíðar. Robbie var svo í byrjunarliðinu þegar Liverpool tapaði 3:0 fyrir Everton á Goodison Park. Það hefur lítið spurst til Robbie eftir leikinn gegn Everton. Hann hefur reyndar leikið einn leik með varaliðinu og hann skoraði í honum. Síðustu vikur hefur Robbie átt við meiðsli að stríða í baki og hefur ekki verið leikfær. En nú er honum ekkert að vanbúnaði.
Robbie, sem varð Deildarbikarmeistari með Liverpool 2001, kemst á vissan hátt í sögubækurnar hjá félaginu ef hann nær að skora annað kvöld. Hann hefur nú skorað 27 mörk í Deildarbikarnum fyrir Liverpool. Hann og Kenny Dalglish hafa báðir skorað 27 mörk fyrir Liverpool í keppninni og deila öðru sætinu á listanum yfir markahæstu leikmenn félagsins í keppninni. Robbie næði sem sagt að tylla sér einn í annað sætið ef hann kemur boltanum í mark Reading annað kvöld.
Ian Rush er auðvitað markahæsti maður Liverpool í Deildarbikarnum en hann skoraði 49 mörk í keppninni. Reyndar deilir hann markametinu í keppninni með Geoff Hurst. Líklega verður meti þeirra félaga seint ógnað.
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!