Craig fær hrós frá fyrrum læriföður
Craig Bellamy fékk hrós frá fyrrum læriföður og landa sínum eftir að hann skoraði um helgina. Sá var nú líklega samt ekki ánægður með Craig eftir leik Liverpool og Blackburn Rovers. Hér er um að ræða Mark Hughes framkvæmdastjóra Blackburn.
Mark hefur trú á að Craig spjari sig hjá Liverpool. Það ætti að vera mark takandi á orðum Mark Hughes því hann þekkir Craig vel. Auk þess að þjálfa Craig hjá Blackburn þá þjálfaði Mark kappann líka þegar hann var þjálfari Veilsverja. Mark sagði þetta eftir leik Liverpool og Blackburn.
"Ég get nú ekki sagt að ég sé ánægður fyrir hans hönd. Mér fannst við ráða bærilega við hann í leiknum. Hann reyndist okkur frábærlega á síðustu leiktíð og ég veit að honum mun vegna vel hér hjá Liverpool. Þetta mark mun örugglega koma honum á sporið."
Markið, sem hér sést á mynd, var vel þegið því þetta var fyrsta deildarmark Craig Bellamy fyrir Liverpool. Mikið var búið að fjalla um að Craig væri ekki búinn að skora lengi. Hann var þó búinn að skora fyrr á leiktíðinni en hann skoraði í fyrsta leik sínum með Liverpool gegn Maccabi Haifa í undakeppni Meistaradeildarinnar þegar Liverpool vann 2:1 á Anfield Road. Craig er nú búinn að skora í tveimur leikjum í röð því hann skoraði fyrir Wales þegar Kýpur lá 3:1 í valnum í Cardiff í fyrri viku. Það mark var líka kærkomið því það var fyrsta landsliðsmar Craig í átján mánuði.
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!