Þungi fargi létt af Bellamy
Craig Bellamy segir þungu fargi létt af sér eftir að hafa loksins náð að skora í Úrvalsdeildinni fyrir Liverpool. Skalli hans á markteig á 64. mínútu var hans fyrsta mark síðan í ágúst og vonast Craig til að flóðgáttirnar opnist núna og mörkin fari að flæða.
,,Frammistaða mín var hvergi nærri nálægt því sem ég vil að hún sé. En kannski mun þetta hjálpa mér að komast í almennilegan gang á tímabilinu."
,,Þetta veltur í raun allt á mér. Maður er svo áfjáður í það að standa sig vel að maður reynir kannski of mikið á stundum. Það að hafa ekki skorað fyrr hefur líklega sett meiri pressu á mig, það getur haft áhrif á leikmenn. Venjulega er ég góður í að höndla svoleiðis pressu. En það fór að hafa áhrif á mig og ég varð fyrir vonbrigðum með sjálfan mig. Vonandi mun þetta mark hjálpa mér að halda áfram að skora."
,,Ég er búinn að klúðra einu eða tveimur færum og það getur farið að hafa áhrif. Enginn talar um frammistöðuna í hverjum leik fyrir sig, það er aðeins talað um mörkin. Ég hef ekki skorað eins mörg mörk og ég vil og ég hef látið það spila með mig því mig langar svo rosalega mikið til að standa mig vel hér."
,,Ég hef reynt of mikið og stundum getur það komið í bakið á manni. En maður verður að sýna karakter og halda áfram. Ég skoraði mitt fyrsta deildarmark ekki fyrr en í nóvember á síðasta tímabili með Blackburn. Enginn sýndi því áhuga. En það hefði verið tekið eftir því ef ég hefði ekki skorað fyrr en í nóvember með Liverpool. Maður myndi lesa um það stanslaust, heyra talað um það endalaust því Liverpool er allt öðruvísi félag.
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu

