Sailif Diao farinn til Stoke
Salif Diao hefur verið lánaður til Stoke City í þrjá mánuði. Senegalinn hefur ekki spilað leik fyrir Liverpool í þó nokkurn tíma.
Tony Pulis framkvæmdastjóri Stoke er spenntur að fá Salif Diao til félagsins: "Við höfum fylgst með Salif í þó nokkurn tíma og hann hefur fengið mjög góða umsögn. Hann lék 40 leiki á fyrsta tímabili sínu hjá Liverpool og er ennþá bara 29 ára og þráir að spila fótbolta."
Salif var á láni hjá Portsmouth allt síðasta tímabil en lék ekki mikið vegn aþess að hann átti við meiðsli að stríða á meðan á dvölinni stóð. Hann neitaði svo að fara á lánssamningi til Recreativo de Huelva ásamt Florent Sinama-Pongolle í haust.
Salif Diao hafði þetta um málið að segja: "Ég þarf að spila almennilega leiki reglulega og Stoke mun veita mér það tækifæri. Næst eftsta deildin í Englandi er erfið, en ég þarf að koma mér í almennilegt form aftur."
-
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Jólafrí! -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Heimir Eyvindarson
Stjórnaðu spurningakeppni um Liverpool -
| Sf. Gutt
Alexander Isak frá næstu mánuði -
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó

