Skorar Liverpool í kvöld?
Sé einungis litið á leiki Liverpool í Meistaradeildinni sjálfri, riðlakeppni eða útsláttarkeppninni, þá hafa leikmenn liðsins ekki skorað mark í síðustu fimm leikjum. Mörk liðsins gegn Maccabi Haifa í undankeppninnni eru hér undanskilin. Djibril Cissé skoraði síðasta Meistaradeildarmark Liverpool þegar hann innsiglaði 3:0 sigur á Anderlecht á síðustu leiktíð. Eins og gefur að skilja er þetta síðasti sigur Liverpool í Meistaradeildinni sjálfri.
Rafael Benítez var spurður út í Meistaradeildarmarkaleysið. "Ég reyni að vera jákvæður. Við höfum skorað í tveimur síðustu heimaleikjum okkar og ég myndi vilja sjá liðið skora mörk á Anfield hvort sem það er að leika í Evrópukeppni eða Úrvalsdeildinni. Það skiptir engu hvaða keppni er um að ræða. Það sem er mikilvægt er að liðið spili vel og skapi sér marktækifæri. Við höfum verið að skapa okkur fullt af marktækifærum í Úrvalsdeildinni upp á síðkastið og ég vonast til að það sama verði uppi á teningnum í Meistaradeildinni. Af hverjum öfumvið ekki náð að skora? Það er ekki auðvelt að svara því. Kannski þurfum við að skapa okkur enn fleiri marktækifæri."
Leikmenn Livrpool búa sig nú af kappi undir leikinn við Galatasaray eins og sjá má af þessum myndum sem voru teknar á æfingu liðsins. Allir leikmenn Liverpool, fyrir utan Harry Kewell, eru tilbúnir til leiks í kvöld. Það verður spennandi að sjá hvaða leikmenn verða fyrir valinu hjá Rafael Benítez þegar hann skrifar niður byrjunarliðið undir kvöldið.
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!