Taktískur sigur Benítez
Rafa Benítez vann taktískan sigur á liði Martins Jols um helgina. Svo telur David Pleat, fyrrverandi framkvæmdastjóri Tottenham, sem greindi leikinn á hinni opinberu heimasíðu Liverpool. 
"Danny Murphy og Didier Zokora réðu við Mohamed Sissoko og Xabi Alonso á miðjunni. Benitez brást við því með að auka hraðann í síðari hálfleik. Spánverjinn gerði Zokora og Murphy erfitt fyrir með því að setja Steven Gerrard inná miðjuna og Liverpool bar sendingamenn Tottenham ofurliði. Teemu Tainio var þröngvað yfir á minna umráðasvæði og Steve Finnan fékk pláss til að æða upp hægri kantinn. 
Finnan spilaði mjög framarlega og Benoît Assou-Ekotto sem er enn að venjast hraðanum í Úrvalsdeildinni, komst lítið fram á við. Það olli því að Zokora gat ekki komist inn í sendingar leikmanna Liverpool. 
Hraði Mark Gonzalez á vinstri kantinum batt Pascal Chimbonda við vörnina og Murphy þurfti að fara oftar aftar á völlinn og kantmennirnir Jermaine Jenas og Tainio einnig þannig að Robbie Keane og Jermain Defoe voru einangraðir frammi. 
Edgar Davids kom inná fyrir Tainio og Spurs var beittara á vinstri kantinum. Hann var eini miðjumaður Tottenham sem leitaði aftur fyrir varnarmenn Liverpool. Snerting hans á boltanum var óaðfinnanleg og leikmenn Spurs munu segja að afbrennsla Jenas skipti sköpum í leiknum. Ég efa það. 
Sissoko og Alonso voru sterkir í síðari hálfleik og nærvera Gerrard gerði það að verkum að þetta var hættulegt tríó." 
- 
                         | Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? - 
                         | Sf. Gutt
Úr leik! - 
                         | Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! - 
                         | Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur - 
                         | Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu - 
                         | Sf. Gutt
Alisson meiddur - 
                         | Sf. Gutt
Curtis með met! - 
                         | Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! - 
                         | Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur - 
                         | Sf. Gutt
Meiðslafréttir 

