| AB

Fernando Morientes ósáttur við hörkuna

Fernando Morientes er óstöðvandi um þessar mundir með Valencia og hefur skorað fimm mörk í þremur leikjum. Nando var alls ekki sáttur við ensku knattspyrnuna og líður betur á heimaslóðum.

Spánverjinn skoraði aðeins 12 mörk í 61 leik með Liverpool en hefur nú skorað í öllum þremur leikjum sínum með Valencia, tvö mörk í deildinni og þrennu í Meistaradeildinni: "Ég vildi snúa aftur í bolta sem ég þekki út og inn og hentar mér betur. Ég var ekki hrifinn af hörkunni í Englandi og að dómararnir veittu þér litla vernd og horfðu framhjá fleiri brotum. Framherji fékk litla vernd frá varnarmönnum og það gerði mér erfitt fyrir."

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan