| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Ferðin til Úkraínu reyndist erfið
Ferðalag leikmanna og þjálfaraliðs Liverpool til Úkraínu í gær reyndist heldur betur erfiðara og lengra heldur en gert var ráð fyrir. Tafir á flugvöllunum í Liverpool og Kænugarði eru aðeins toppurinn á ísjakanum.
Rafael Benitez mætti fjandsamlegum ísraelskum blaðamönnum þegar til Kænugarðs var komið og reyndi hann ítrekað að minna menn á að hann vildi aðeins ræða um fótbolta á þessum blaðamannafundi. Segja má að ísraelskir blaðamenn hafi sennilega haldið að þarna væri kominn Kofi Annan Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna en ekki Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool.
Blaðamennirnir ísraelsku gáfust ekki upp á því að kalla fram til Benitez hinar ýmsu fullyrðingar þess efnis að Benitez hafi verið valdurinn að því að leikurinn var fluttur frá Ísrael, þóttu sumir hverjir dónalegir í meira lagi og sökuðu þeir Liverpool um að hafa spilað gróft í fyrri leiknum. Meðal annars mátti heyra einn blaðamann segja: ,,Það er vegna þess sem þú sagðir að nú eru engir Evrópuleikir spilaðir í Ísrael." Annar sagði: ,,Þú veist vel að það er meira sem hangir á spýtunni varðandi þennan leik en bara fótbolti."
Benitez hélt hinsvegar ró sinni en hann virtist eiga erfitt með að halda aftur af sér eftir því sem leið á fundinn og fleiri og fleiri dónaleg framíköll frá ísraelskum blaðamönnum bárust.
,,Ég þarf að hugsa um leikmenn mína, stuðningsmenn mína og starfsfólk mitt og við erum hér til þess að spila fótbolta." Sagði Benitez.
Ólíklegt er að mikill fjandskapur mæti leikmönnum Liverpool á heimavelli Dynamo Kiev en völlurinn tekur 35.000 manns. T.d. eru fleiri blaðamenn frá Ísrael heldur en stuðningsmenn Maccabi Haifa og Liverpool búast aðeins við um 800 stuðningsmönnum frá sér.
Ferðalagið hófst á því að flugvél Liverpool tafðist á John Lennon flugvellinum í tvo tíma vegna tæknilegra örðugleika. Þegar til Kænugarðs var svo komið tók við lengri bið þar sem starfsmenn flugvallarins, sem áttu að taka töskurnar úr vélinni, sinntu ekki starfi sínu almennilega og önnur tveggja tíma bið tók við. Mark Gonzalez lenti svo í vegabréfavandamálum vegna þess að hann er með vegabréf frá Chile og Peter Crouch þurfti einnig að glíma við landamæraverði Úkraínu því vegabréf hans varð eftir í flugvélinni.
Steven Gerrard átti svo við smávægilega magakveisu að stríða og því má segja að allt hafi gengið á afturfótunum hjá Liverpool í þessu ferðalagi.
,,Það er mikilvægt fyrir öll félög að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar því þetta er stærsta keppnin fjárhagslega séð og hefur gríðarlega þýðingu." Sagði Benitez á blaðamannafundinum (í þau fáu skipti sem hann gat tjáð sig um fótbolta).
,,Auðvitað verður þetta einnig gott fyrir sjálfstraustið og fyrir stuðningsmenn okkar að komast áfram. Ég held að hópurinn okkar geti nú einbeitt sér að bæði deildinni heimafyrir og Meistaradeildinni."
,,Við þurftum að breyta áætlunum okkar aðeins vegna allra þessara tafa en svo lengi sem leikmennirnir hvílast þá hefur þetta ekki alvarleg áhrif."
,,Við vitum að við þurfum að slá gott lið úr keppni. Ég ber mikla virðingu fyrir Maccabi Haifa og stuðningsmönnum þeirra. Þeir eru með góða leikmenn og góðan þjálfara."
,,Leikmenn okkar hafa næga reynslu og vita hvað þarf til. Margir hafa unnið Meistaradeildina og FA Bikarinn og sumir hverjir deildartitla. Þeir vita hvernig skal höndla pressu og okkur finnst við ekki vera undir pressu. Við erum í betra formi heldur en fyrir tveim vikum síðan."
,,Seinni hálfleikur á laugardaginn var ekki svo slæmur en þetta er annar og öðruvísi leikur í annari keppni og þið munið sjá aðra frammistöðu."
,,Það er aldrei auðvelt að missa mikilvæga leikmenn í meiðsli í fyrsta leik en við getum ennþá valið sterkt byrjunarlið." Sagði Benitez að lokum.
Rafael Benitez mætti fjandsamlegum ísraelskum blaðamönnum þegar til Kænugarðs var komið og reyndi hann ítrekað að minna menn á að hann vildi aðeins ræða um fótbolta á þessum blaðamannafundi. Segja má að ísraelskir blaðamenn hafi sennilega haldið að þarna væri kominn Kofi Annan Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna en ekki Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool.
Blaðamennirnir ísraelsku gáfust ekki upp á því að kalla fram til Benitez hinar ýmsu fullyrðingar þess efnis að Benitez hafi verið valdurinn að því að leikurinn var fluttur frá Ísrael, þóttu sumir hverjir dónalegir í meira lagi og sökuðu þeir Liverpool um að hafa spilað gróft í fyrri leiknum. Meðal annars mátti heyra einn blaðamann segja: ,,Það er vegna þess sem þú sagðir að nú eru engir Evrópuleikir spilaðir í Ísrael." Annar sagði: ,,Þú veist vel að það er meira sem hangir á spýtunni varðandi þennan leik en bara fótbolti."
Benitez hélt hinsvegar ró sinni en hann virtist eiga erfitt með að halda aftur af sér eftir því sem leið á fundinn og fleiri og fleiri dónaleg framíköll frá ísraelskum blaðamönnum bárust.
,,Ég þarf að hugsa um leikmenn mína, stuðningsmenn mína og starfsfólk mitt og við erum hér til þess að spila fótbolta." Sagði Benitez.
Ólíklegt er að mikill fjandskapur mæti leikmönnum Liverpool á heimavelli Dynamo Kiev en völlurinn tekur 35.000 manns. T.d. eru fleiri blaðamenn frá Ísrael heldur en stuðningsmenn Maccabi Haifa og Liverpool búast aðeins við um 800 stuðningsmönnum frá sér.
Ferðalagið hófst á því að flugvél Liverpool tafðist á John Lennon flugvellinum í tvo tíma vegna tæknilegra örðugleika. Þegar til Kænugarðs var svo komið tók við lengri bið þar sem starfsmenn flugvallarins, sem áttu að taka töskurnar úr vélinni, sinntu ekki starfi sínu almennilega og önnur tveggja tíma bið tók við. Mark Gonzalez lenti svo í vegabréfavandamálum vegna þess að hann er með vegabréf frá Chile og Peter Crouch þurfti einnig að glíma við landamæraverði Úkraínu því vegabréf hans varð eftir í flugvélinni.
Steven Gerrard átti svo við smávægilega magakveisu að stríða og því má segja að allt hafi gengið á afturfótunum hjá Liverpool í þessu ferðalagi.
,,Það er mikilvægt fyrir öll félög að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar því þetta er stærsta keppnin fjárhagslega séð og hefur gríðarlega þýðingu." Sagði Benitez á blaðamannafundinum (í þau fáu skipti sem hann gat tjáð sig um fótbolta).
,,Auðvitað verður þetta einnig gott fyrir sjálfstraustið og fyrir stuðningsmenn okkar að komast áfram. Ég held að hópurinn okkar geti nú einbeitt sér að bæði deildinni heimafyrir og Meistaradeildinni."
,,Við þurftum að breyta áætlunum okkar aðeins vegna allra þessara tafa en svo lengi sem leikmennirnir hvílast þá hefur þetta ekki alvarleg áhrif."
,,Við vitum að við þurfum að slá gott lið úr keppni. Ég ber mikla virðingu fyrir Maccabi Haifa og stuðningsmönnum þeirra. Þeir eru með góða leikmenn og góðan þjálfara."
,,Leikmenn okkar hafa næga reynslu og vita hvað þarf til. Margir hafa unnið Meistaradeildina og FA Bikarinn og sumir hverjir deildartitla. Þeir vita hvernig skal höndla pressu og okkur finnst við ekki vera undir pressu. Við erum í betra formi heldur en fyrir tveim vikum síðan."
,,Seinni hálfleikur á laugardaginn var ekki svo slæmur en þetta er annar og öðruvísi leikur í annari keppni og þið munið sjá aðra frammistöðu."
,,Það er aldrei auðvelt að missa mikilvæga leikmenn í meiðsli í fyrsta leik en við getum ennþá valið sterkt byrjunarlið." Sagði Benitez að lokum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan