Hver á að taka vítið?
Robbie Fowler skoraði fyrsta deildarmark Liverpool á leiktíðinni gegn Sheffield United. Hann skoraði það úr vítaspyrnu af miklu öryggi. En hver átti að taka spyrnuna? Steven Gerrard fékk dæmda vítaspyrnu á 70. mínútu. Hann hafði ekki hug á að taka spyrnuna sjálfur sem hann hefur þó stundum gert þegar hann hefur fengið vítaspyrnur dæmdar. Tveir menn, Robbie Fowler og Craig Bellamy, buðu sig fram. Craig sótti nokkuð fast að fá að taka spyrnuna eins og sést á meðfylgjandi mynd. En það var hins vegar Robbie Fowler sem hafði betur í viðræðunum um vítaspyrnutökuna. Hann tók spyrnuna og skoraði af miklu öryggi og tryggði Liverpool jafntefli. Þetta var 177. mark hans fyrir hönd Liverpool.
Málin rædd...
Málið afgreitt...
Málalyktum fagnað....
-
| Sf. Gutt
Endurtekið efni! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Áfram í undanúrslit! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning