Darren Potter til Wolves?
Svo virðist sem Darren Potter sé á leiðinni til Wolves á lánssamningi. Potter er 21 árs gamall og virðist ekki vera í framtíðarplönum Liverpool FC. Samningurinn verður til eins árs og er Mick McCarthy, stjóri Wolves, hrifinn af stráknum og hefur hann núna gengist undir læknisskoðun hjá þeim.
Mick McCarthy: "Darren er hérna og er í læknisskoðun. Hann er hæfileikaríkur leikmaður og við erum að vonast til að klára þessa hluti fljótlega og fá hann á láni. Ég fylgdist með honum á síðasta ári þegar hann var á láni hjá Southampton og hann heillaði mig þá. Hann stóð sig frábærlega. Hann er nútíma miðjumaður, hann er ungur og hungraður og við erum ánægðir að fá hann hingað til Wolves."
-
| Sf. Gutt
Mestu hrakfarir í marga áratugi! -
| Sf. Gutt
Væntumþykjan hverfur! -
| Sf. Gutt
Ný félagsmet! -
| Sf. Gutt
Ég ber fulla ábyrð! -
| Sf. Gutt
Metjöfnun! -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Hugsaði um Diogo allan daginn! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Litli strákurinn yrði sennilega undrandi! -
| Sf. Gutt
Virgil kominn í metabækur hjá Hollandi!

