Nando seldur til Valencia
Það hefur verið staðfest að Fernando Morientes hefur verið seldur frá Liverpool til Valencia. Kaupverðið er ekki gefið upp.
Fernando Morientes tókst ekki að festa sig í sessi hjá Liverpool eftir að hann var keyptur frá Real Madrid í janúar 2005. Hann náði aðeins að skora tólf mörk í 61 leik fyrir félagið. Fernando vann tvo titla með Liverpool. Hann var í liði Liverpool sem vann Stórbikarinn í ágúst á liðnu sumri og svo kom hann inn sem varamaður þegar Liverpool vann F.A. bikarinn á dögunum.
Hann var ekki valinn í spænska landsliðshópinn fyrir HM í sumar og ein aðalástæðan fyrir því var að hann náði ekki að slá í gegn hjá Liverpool.
Við óskum Nando alls hins besta hjá nýju félagi.
-
| Sf. Gutt
Áfram í undanúrslit! -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning -
| Sf. Gutt
Við verðum að stefna mjög hátt! -
| Sf. Gutt
Alltaf gaman að skora