Nando seldur til Valencia
Það hefur verið staðfest að Fernando Morientes hefur verið seldur frá Liverpool til Valencia. Kaupverðið er ekki gefið upp.
Fernando Morientes tókst ekki að festa sig í sessi hjá Liverpool eftir að hann var keyptur frá Real Madrid í janúar 2005. Hann náði aðeins að skora tólf mörk í 61 leik fyrir félagið. Fernando vann tvo titla með Liverpool. Hann var í liði Liverpool sem vann Stórbikarinn í ágúst á liðnu sumri og svo kom hann inn sem varamaður þegar Liverpool vann F.A. bikarinn á dögunum.
Hann var ekki valinn í spænska landsliðshópinn fyrir HM í sumar og ein aðalástæðan fyrir því var að hann náði ekki að slá í gegn hjá Liverpool.
Við óskum Nando alls hins besta hjá nýju félagi.
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum