| Grétar Magnússon

Nando seldur til Valencia

Það hefur verið staðfest að Fernando Morientes hefur verið seldur frá Liverpool til Valencia.  Kaupverðið er ekki gefið upp.

Fernando Morientes tókst ekki að festa sig í sessi hjá Liverpool eftir að hann var keyptur frá Real Madrid í janúar 2005.  Hann náði aðeins að skora tólf  mörk í 61 leik fyrir félagið. Fernando vann tvo titla með Liverpool. Hann var í liði Liverpool sem vann Stórbikarinn í ágúst á liðnu sumri og svo kom hann inn sem varamaður þegar Liverpool vann F.A. bikarinn á dögunum.

Hann var ekki valinn í spænska landsliðshópinn fyrir HM í sumar og ein aðalástæðan fyrir því var að hann náði ekki að slá í gegn hjá Liverpool.

Við óskum Nando alls hins besta hjá nýju félagi.

 

 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan