| Sf. Gutt

Fyrirliðann dreymir um að leiða lið sitt til sigurs!

Steven Gerrard hefur fylgst með úrslitaleikjum í Ensku bikarkeppninni frá unga aldri. Hann upplifði svo að leika í slíkum leik og varð bikarmeistari með Liverpool vorið 2001. Hann dreymir nú um að komast í félagsskap þeirra Ron Yeats, Emlyn Hughes, Alan Hansen, Ronnie Whelan, Mark Wright og Sami Hyypia sem leitt hafa Liverpool til sigurs í elstu bikarkeppni heims sem fyrirliði.

,,Úrslitaleikurinn ´86 var fyrsti bikarúrslitaleikurinn sem ég horfði og við vorum skemmtilega minnt á hann um síðustu helgi. Ég man að Gary Lineker olli mér hjartasárum snemma leiks. En svo komst Rushie í gang og þetta varð hamingjuríkur dagur fyrir mig. F.A. bikarinn hefur jafn mikla þýðingu fyrir mig og hann hefur alltaf gert. Ég get bara talað fyrir sjálfan mig en ég er einn af þeim sem finnst gaman að vera heima með fjölskyldunni og horfa á úrslitaleik F.A. bikarsins. Ég veit að nokkrir hafa viljað kasta rýrð á keppnina á síðustu árum en ég er ekki einn af þeim.

Ég veit hvað tilfinning fylgir því að vinna F.A. bikarinn. Það var einn af hápunktum ferils míns og ég vil upplifa þá tilfinningu aftur um helgina. Það eru svo margar minningar tengdar sögu þessa félags. Við verðum að reyna að bæta við þær á laugardaginn. Það yrði einstök stund fyrir mig að lyfta F.A. bikarnum. Ég hef auðvitað séð alla þá sigursælu fyrirliða félagsins sem hafa lyft bikarnum. Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að bara fá tækifæri til að leika í úrslitaleik Ensku bikarkeppninnar hvað þá að lyfta bikarnum. Við verðum bara að fara á staðinn og standa okkur. Þá aðeins verður þetta einstakur dagur.

Vegfrðin til Cardiff hefur verið viðburðarík en líka ánægjuleg. Ég hef notið hvers einasta leiks sem við höfum leikið, þegar við unnum Man U á heimavelli og svo var magnað að leggja Chelsea að velli á heimavelli Man U. En ef satt skal segja þá var leikurinn við Luton líklega erfiðastur af þeim öllum því við lentum 3:1 undir. En við sýndum frábæran skapstyrk. Við erum oft á tíðum búnir að leika mjög skemmtilega knattspyrnu. Nú verðum við að sjá svo um að við komumst yfir síðustu hindrunina og vinnum bikarinn því stuðningsmenn okkar hafa fylgt okkur allt árið og verið frábærir. Það myndi því fullkomna virkilega góða leiktíð að vinna F.A. bikarinn."

Það er vonandi að leikmenn Liverpool sofi vel nóttina fyrir úrslitaleikinn og komi úthvíldir til leiks á Árþúsundaleikvanginn. Það er ekki gott að segja hvað menn dreymir nú síðustu nóttina fyrir þennan mikilvæga leik. Eitt er þó víst að Steven Gerrard mun leggja sig allan fram við að láta gamla drauminn um að taka við Enska bikarinum rætast!



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan