| Sf. Gutt

Það er enn möguleiki

Rafael Benítez hefur enn ekki gefið upp alla von um að Liverpool geti náð öðru sæti Úrvalsdeildarinnar. Fyrir síðustu umferð deildarinnar liggur það ljóst fyrir hvað þarf að ganga eftir til að Evrópumeistararnir geti náð því sæti. Þeir verða að leggja Portsmouth að velli á suðurströndini og Manchester United má ekki ná sigri á Charlton á Old Trafford. Sem stendur munar einu siti á liðunum. Liverpool þarf því betri úrslit í sínum leik en United gegn Charlton.

,,Við vitum að það verður erfitt að ná sætinu. En við þurfum í það minnsta ekki lengur að hugsa um markahlutfallið. Á tímabili leit út fyrir að við þyrftum ekki bara að vinna heldur líka að skora fullt af mörkum ef þeir skyldu tapa. Það hefði verið mjög erfitt. Nú er þetta mjög einfalt. Það eina sem við getum er að einbeita okkur að því að vinna leikinn. Við þurfum ekki að keppast við að skora tilskilin fjölda marka. Þeir eru enn í óskastöðu en við eigum möguleika. Við getum farið til leiks án þess að vera undir nokkurri pressu."

Kosturinn við að ná öðru sætinu er að tvö efstu sæti deildarinnar gefa beinan þátttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðin sem enda í sætum þrjú og fjögur fara í gegnum undakeppni þar sem ekki er á vísan að róa eins og dæmin sanna. Eins geta tvö efstu liðin kannski tekið sér aðeins lengra sumarfrí og ekki mun af veita. Að minnsta kosti er leiktíðin hjá Liverpool búin að vera löng og ströng.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan