| SSteinn

Skipt um dómara fyrir úrslitaleikinn

Enska knattspyrnusambandið hefur tekið þá ákvörðun að taka dómarann Mike Dean af sjálfum úrslitaleik FA bikarsins þann 13. maí nk.  Mike er frá Merseyside og býr á Wirral svæðinu, sem er hinum megin við ána Mersey.  Það verður Alan Wiley sem mun stjórna leiknum.  Mikið hafði verið kvartað yfir útnefningu Dean í dómarahlutverk leiksins, ef færi svo að Liverpool færi í úrslitaleikinn.  Þetta var í raun vonlaus aðstaða, því ef hann hefði dæmt atriði Liverpool í vil, þá hefði verið talað um heimadómara.  Ef ekki, þá hefði verið talað um að hann væri að passa sig svo mikið á því að vera ekki heimadómari.

Það furðulega er þó hvernig FA hefur tekið á málinu.  Það lítur út fyrir að þeir hafi hreinlega ekki búist við að Liverpool kæmist í úrslitaleikinn.  Hvað sem öllu líður, þá er þetta klúður hjá FA enn og aftur.  Það virðist halda áfram hringleikahúsið á þeim bænum.  Hvenær ætli næsta sýning verði?

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan