| Sf. Gutt

Sami langar aftur til Cardiff

Það stóð til allt fram í janúar að úrslitaleikurinn um F.A. bikarinn færi fram á hinum nýja Wembley. Seinkun á framkvæmdum þar olli því að úrslitaleikurinn fer fram, líkt og frá árinu 2001, á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff. Liverpool vann fyrsta úrslitaleikinn sem fór fram þar þegar liðið lagði Arsenal 2:1 með tveimur síðbúnum mörkum frá Michael Owen. Sami Hyypia var fyrirliði Liverpool í þeim leik og hann hefur ekkert á móti því að fara aftur til höfuðstaðar Wales. 

"Ég var búinn að hlakka til að leika á Wembley en þeir gátu ekki klárað leikvanginn nógu fljótt fyrir mig. Kannski kemst ég ekki þangað en ég gæti alveg þegið annan sigur í úrslitaleik í Cardiff. Það er frábærleikvangur sem býr yfir magnaðri stemmningu. Ég á góðar minningar eftir að hafa unnið F.A. bikarinn þar. Við unnum bikarinn þar einu sinni. Það var frábær dagur fyrir mig og alla hjá félaginu. Núna höfum við fengið annað tækifæri til að komast í úrslitaleik. Allir í heiminum vilja spila í úrslitaleikjum og við erum ekkert öðruvísi hvað það varðar.

Chelsea hlýtur að teljast sigurstranglegra liðið og það gerir okkur enn ákveðnari í að vinna. Stuðningsmenn okkar vilja að við vinnum titla og sú krafa heldur félaginu og leikmönnunum gangandi. Ef lið vill vinna eitthvað þá verður það að leggja bestu liðin að velli. Lið Chelsea er núverandi meistari og þeir verða það áfram. Álgið er því á þeim. Við erum það lið sem er talið ólíklegra til að vinna. Þeir eru í fyrsta sæti en við í því þriðja svo þeir hljóta að vera sigurstranglegri. Þeir hafa bestu einstaklingana og mjög góðan framkvæmdastjóra sem getur búið til lið úr einstaklingum með því að leggja upp árangurríkar leikaðferðir. Þeir hafa verið að leika betur en þeir gerðu á tímabili. En þeir eru ekki óvinnandi og við höfum lagt þá að velli."

Líklega hefur mörgum stuðningsmönnum Liverpool varla þótt taka því að fara heim frá Manchester eftir að hafa fagnað sigri Liverpool í Unglingabikarkeppninni þar í gærkvöldi. Liverpool og Chelsea fengu úthlutað 30.000 miðum fyrir leikinn í dag og þeir eru löngu uppseldir. Það er stutt að fara til Manchester og ekki er ólíklegt að stuðningsmenn Liverpool hafi nælt sér í fleiri miða. Þeir eru vanir að fjölmenna að fjölmenn hvert á land sem er til að styðja sína menn.








TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan