Undanúrslitasagan
Liverpool leikur í 22. skipti í undanúrslitum F.A. bikarins á morgun. Liðið lék fyrst til undanúrslita leiktíðina 1896-97 en tapaði 3:0 gegn Aston Villa. Síðast lék liðið í undanúrslitum leiktíðina 2000-01 og þá lagði Liverpool Wycombe 2:1 á Villa Park í Birmingham.
Fram að leiknum gegn Chelsea á sunnudaginn hefur Liverpool tólf sinnum haft betur í undanúrslitum og komist í úrslit en níu sinnum þurft að lúta í lægra haldi. Liverpool hefur unnið F.A. bikarinn sex sinnum árin: 1965, 1974, 1986, 1989, 1992 og 2001. En tap í úrslitum varð hlutskipti Liverpool árin 1914, 1950, 1971, 1977, 1988 og 1996.
Leikurinn gegn Chelsea verður leikinn á Old Trafford í Manchester heimavelli Manchester United. Liverpool hefur fjórum sinnum, 1971, 1974, 1989 og 1996, í sögunni leikið undanúrslitaleiki á þeim ágæta velli. Það er góðs viti að Liverpool hefur í öll skiptin náð að tryggja sér farseðil í úrslitaleikinn í framhaldi af því að hafa leikið á Old Trafford. Það er vonandi að hið góða gengi Liverpool í undanúrslitum F.A. bikarsins á Old Trafford haldi áfram!
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum