Af leikjauppröðun
Margir hafa spurt sig af hverju leikjum átta liða úrslita F.A. bikarkeppninnar sé nú dreift á fjögur kvöld í vikunni. Átta liða úrslitin hófust í gærkvöldi en þeim lýkur ekki fyrr en á fimmtudagskvöldið. Það er dragist þau ekki á langinn með aukaleikjum. Hvað veldur að þessi háttur er hafður á en ekki sá að leika leikina á einni helgi eins og fornar hefðir kveða á um?
Allt á sér sínar skýringar þótt umdeildanlegar séu. Ástæðan er sem sagt sú að forkólfar Enska knattspyrnusambandsins fundu þessa lausn upp til að spara eina leikhelgi svo bikarúrslitaleikurinn gæti farið fram viku fyrr en venjuleg dagskrá leiktíðarinnar hefði leitt til. Leikurinn var auðvitað gerður til að enska landsliðið gæti haft meiri tíma til að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi í sumar. Reyndar fréttist í gær að landsliðsþjálfarinn vildi koma á fót B landsleik því það væri svo langt frá mótslokum á Englandi fram að því að stóra mótið í Þýskalandi yrði flautað á!
Þjálfarar liðanna, sem enn eru eftir í F.A. bikarnum, eru ekki alltof ánægðir með þetta fyrirkomulag. Til dæmis hefur Rafel Benítez bent á að þetta fyrirkomulag auki á álagið hjá landsliðsmönnum á borð við Steven Gerrard og Jamie Carragher. Þeir léku með Liverpool á sunnudaginn og í kvöld eiga þeir aftur að spila fyrir hönd Liverpool. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hagsmunir landsliðsins eru látnir ganga fyrir þörfum félagsliða. En vonandi kemur þessi leikur ekki í veg fyrir sigur Liverpool í kvöld og í keppninni í vor!
-
| Sf. Gutt
Einn eitt frábært Evrópukvöld! -
| Sf. Gutt
Stórgóð byrjun! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir