Varnarmennirnir ættu að halda sig fjarri Reina!
Rafa hefur ekki enn fagnað sigri gegn Birmingham síðan hann tók við Liverpool. Varnarmenn Liverpool virðast skeinuhættari en framherjar Birmingham í viðureignum liðanna.
Rafa hefur tapað tvisvar og gert tvö jafntefli við Birmingham síðan hann tók við liði Liverpool. Í síðustu tveimur viðureignum liðanna hefur Liverpool skorað tvö sjálfsmörk og voru Stephen Warnock og Xabi Alonso þar að verki.
Gefum Rafa orðið: "Ég hef ekki enn borið sigurorð af þeim sem framkvæmdastjóri Liverpool en ég vonast til að breyta því á morgun. Við stjórnuðum báðum leikjunum gegn Birmingham í Úrvalsdeildinni á þessu tímabili en skoruðum sjálfsmark í báðum leikjunum. Kannski verð ég að segja leikmönnunum að standa ekki nálægt Reina!"
Leikir Liverpool og Birmingham í gegnum tíðina.
-
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Áhorfandi settur í bann! -
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins!