Fowler vill skora gegn Benfica

Fowler er sannfærður um að hann muni skora mark ,sem dæmt verði löglegt, fljótlega og hafði hann þetta um málið að segja.
,,Ég er búinn að vera hér í fimm eða sex leikjum og ég held að enginn sóknarmaður hafi haft heppnina með sér undanfarið. Svo virðist sem að markmenn andstæðinganna eigi stórleik þegar þeir koma á Anfield."
,,Það er búið að taka af mér tvö mörk á lokamínútum leikja. Ég held að það fyrsta gegn Birmingham hafi verið rétt ákvörðun línuvarðar en eftir að hafa séð endursýningu á markinu gegn Charlton þá fannst mér það strangur dómur."
,,Ég myndi gera hvað sem er til að skora mikilvægt mark á miðvikudaginn og ég krosslegg puttana í þeirri von að ég spili með. Ég man ekki hvenær ég var í byrjunarliði í Meistaradeildarleik á Anfield. Ef leikurinn gegn Benfica er ekki talinn með þá man ég bara eftir útileik gegn Boavista þannig að það er frábært að vera að spila í þessari keppni á ný."
,,Flest Evrópukvöldin á Anfield sem ég tók þátt í tengjast Evrópukeppni félagsliða (UEFA Cup). Það er mjög þýðingarmikið fyrir mig að spila í Meistaradeildinni en það væri rangt að segja að það sé ástæðan fyrir því að ég kom til baka."
,,Mig langaði alltaf til að koma aftur til Liverpool sama hvernig staðan væri og sú staðreynd að möguleiki er fyrir hendi að komast lengra í keppninni og að ég geti spilað er bara bónus. Vonandi get ég lagt mitt af mörkum til þess að við vinnum keppnina aftur."
,,Ég var á Anfield í undanúrslitunum gegn Chelsea á síðasta tímabili. Það var ótrúlegt andrúmsloft á vellinum og ég veit að stuðningsmennirnir vilja endurskapa þetta andrúmsloft. Þegar það eru svona mikil læti þá gefur það leikmönnum aukinn kraft í að koma höggi á andstæðingana."
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!