Hverjum ber að þakka?
Stuðningsmenn Liverpool vonast til þess að Robbie Fowler opni markareikning sinn fyrir Liverpool á miðvikudagskvöldið þegar Liverpool þarf að leggja Benfica að velli til að geta haldið vörn Evrópubikarsins áfram. Í raun munaði alveg ótrúlega litlu að Robbie gæti ekki leikið með Liverpool í Evrópukeppninni. Svo skemmtilega vill til að Robbie getur þakkað Mark Schwartzer markverði Middlesborugh að hann getur leikið með Liverpool á miðvikudagskvöldið.
Í lokaumferð Úrvalsdeildarinnar í vor kom Middlesborough í heimsókn til Manchester til að leika við City. Sigur hefi fært Manchester City Evrópusæti á kostnað Middlesborough. Þegar komið var fram á lokamínútu leiksins var staðan 1:1. Þá fengu heimamenn vítapspyrnu. Robbie tók spyrnuna en Mark varði. Manchester fékk því ekki Evrópusæti. Hefði svo farið gæti Robbie hafa leikið með City og þannig hafa orðið ólöglegur í Evrópukeppni með Liverpool. Vegir Guðs eru sem fyrr óræðir!
Robbie sagðist aðspurður ekki hafa hugsað út í þessa tilviljun. Hann varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hann misnotaði vítaspyrnuna en eftir á að hyggja þá hefði þetta kannski ekki verið svo slæmt!
-
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst -
| Sf. Gutt
Nýjasta nýtt úr sögunni endalausu -
| Sf. Gutt
Liverpool vill kaupa Marc Guehi -
| Sf. Gutt
Setjum undir okkur hausinn! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Jafnt í krýningarleiknum -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Sf. Gutt
Væri gaman að byrja með verðlaunum!