Robbie hefur trú á að Liverpool komist áfram
Robbie Fowler hefur trú á að Liverpool geti snúið dæminu við gegn Benfica í seinni leik liðanna. Verkefnið verður erfitt því líklega dugar ekkert minna en tveggja marka sigur Liverpool. Það er nái Benfica ekki marki eða mörkum. En Robbie veit að stuðningsmenn liðsins munu leggja þeim ellefu leikmönnum Evrópumeistaranna sem spila leikinn sitt lið. Það verður því enn þörf á að Tólfti maðurinn láti til sín taka í Musterinu eftir hálfan mánuð og hann mun örugglega ekki liggja á liði sínu!
,,Liverpool er þekkt fyrir hin frægu Evrópukvöld okkar. Ég held að miðvikudagskvöldið eftir hálfan mánuð verði magnað kvöld. Stuðningsmenn okkar munu fylkja sér að baki okkar og þá stendur það bara upp á okkur að gera það sem til þarf. Það leit allt út fyrir að leiknum í gærkvöldi myndi ljúka með 0:0 jafntefli. En þeir fengu aukaspyrnu seint í leiknum. Því miður náðum við ekki að verjast henni og þeir náðu að skora."
Það er meira en næsta víst að það verður rafmagnað andrúmsloft á Anfield Road eftir hálfan mánuð. Þar ræst hvort Liverpool nær að halda vörn Evrópubikarsins áfram. Til að það megi verða þurfa allir að leggjast á eitt innan vallar sem utan.
-
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst -
| Sf. Gutt
Nýjasta nýtt úr sögunni endalausu -
| Sf. Gutt
Liverpool vill kaupa Marc Guehi -
| Sf. Gutt
Setjum undir okkur hausinn! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Jafnt í krýningarleiknum -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Sf. Gutt
Væri gaman að byrja með verðlaunum!