Alan Smith ánægður með stuðningsmenn Liverpool
Alex Black, umboðsmaður Alan Smith, segir leikmanninn ánægðan með hve margir stuðningsmenn Liverpool sýndu samúð þegar hann var borinn útaf. Smith fótbrotnaði og fór úr ökklalið þegar hann henti sér fyrir aukaspyrnu John Arne riise með þessum skelfilegu afleiðingum og óttast er að hann verði frá keppni í allt að eitt ár.
"Hann var með smá óráði þegar hann fór útaf en hann gat þó heyrt að ekki aðeins stuðningsmenn Man. Utd., heldur einnig stuðningsmenn Liverpool, gáfu honum gott klapp," sagði hann.
Rafael Benítez óskaði Alan Smith góðs bata eftir leikinn, en tekið var eftir því að sjúkraþjálfarar Liverpool veittu aðstoð við ummönnun Smith á vellinum. "Það var gott að heyra okkar stuðningsmenn klappa þegar hann var borinn útaf því að þeir skildu að meiðslin voru alvarleg. Okkur þykir öllu leitt að hann hafi lent í þessum meiðslum. Maður vill aldrei sjá eigin leikmann meiddan og það sama gildir um andstæðinginn. Það eina sem við getum gert er að óska honum góðs gengis og góðs bata."
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina