| Sf. Gutt

Mikil spenna fyrir leikinn á morgun

Það er mikill spenna farin að byggjast upp fyrir leik Liverpool og Manchester United í F.A. bikarkeppninni á morgun. Vegna þessarar miklu spennu hefur lögreglan í Liverpool uppi sérstakan viðbúnað þar sem búist er við að stuðningsmönnum liðanna verði heitt í hamsi.

Ástæður fyrir því eru nokkrar. í fyrsta lagi þá er þetta auðvitað bikarleikur þannig að líklegast er að annað liðið verði úr. Jafntefli þýðir reyndar að liðin verða að leika aftur. Í öðru lagi var var mikil ólga á síðustu leiktíð þegar Manchester United sótti Everton heim í F.A. bikarnum og þó nokkrar handtökur fóru fram í kjölfar þess leiks. Í þriðja lagi þá er búist við óvanalega mörgum stuðningsmönnum Manchester United í heimsókn til Liverpool á morgun. Í fjórða lagi þá voru fagnaðarlæti fyrirliða Manchester United eftir deildarleik liðanna ekki fallinn til að minnka spennuna sem jafnan er milli þessara keppinauta. Lögreglan í Liverpool hefur því mikinn vara á sér og fleiri lögreglumenn verða á vakt á morgun en venjulega á leikdegi í borginni.

Leikurinn hefst klukkan hálf eitt að staðartíma sem er reyndar sami tími og er á Íslandi núna. Vetrartími enskra er sá sami og gildir árið um kring hér á landi. Ástæðan fyrir leiktímanum er aðallega sú að skipuleggjendur leiksins vonast til að þeir stuðningsmenn, sem það kjósa, verði búnir að væta kverkarnar minna heldur minna en ef leikurinn færi fram seinna að deginum.  

Evrópumeistararnir fá þarna gullið tækifæri til að slá Manchester United út úr F.A. bikarnum í fyrsta sinn frá því á millistríðsárunum. Frá því Liverpool vann Manchester United árið 1921 hefur allt gengið liðinu í óhag í leikjum liðanna í þessari keppni. Liverpool hefur tvívegis tapað úrslitaleikjum, 1977 og 1996, og jafn oft undanúrslitum, 1979 og 1985, auk þriggja viðureigna í öðrum umferðum keppninnar. Stuðningsmönnum Liverpool finnst því tími hefndar sé kominn fyrir mörg slæm töp undanfarna áratugi. Það er að segja tími hefndar innan vallar!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan