| Grétar Magnússon

Luis Garcia stefnir á 2. sætið

Luis Garcia er bjartsýnn eftir sigurmark hans gegn Arsenal á þriðjudagskvöldið.  Markið var svo sannarlega mikilvægt því það setti meiri pressu á Manchester United í keppninni um annað sætið í deildinni.

Garcia hafði þetta um málið að segja:  ,,Það sem er mikilvægast núna er að ná öðru sætinu í deildinni þó svo að við séum ennþá með í FA bikarnum og Meistaradeildinni.  Að lenda í öðru sæti er mikilvægt því þá þurfum við ekki að spila í undankepnni Meistaradeildarinnar auk þess sem það verður mikil bæting frá fimmta sætinu á síðasta tímabili."

,,Ef maður horfir á stigafjöldann samanborið við síðustu leiktíð þá er staðan mun betri.  En við megum ekki við því að vera að hugsa um fortíðina.  Við verðum alltaf að horfa til framtíðar."

,,Að vinna leiki eins og við unnum gegn Arsenal gefur aukið sjálfstraust.  Því meiri forystu sem við höfum á þá því betra því þá eru færri áhyggjur að hafa.  Sigurinn á Arsenal var mikilvægur í baráttunni við Manchester United."

Sem fyrr segir þá var markið sem Luis Garcia skoraði gegn Arsenal gríðarlega mikilvægt. Spánverjinn hefur reyndar oft skorað mikilvæg mörk á ferli sínum með Liverpool og þetta gæti reynst eitt af þeim mikilvægustu. En hvaða skilaboð fékk Luis frá Rafael Benítez áður en hann var sendur til þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum. Rafael segir frá. ,,Luis Garcia er leikmaður sem hefur gott lag að á skora mörk. Ég sagði honum að fara út á hægri kantinn og sækja að markinu." Einföld skilaboð sem dugðu vel! Að minnsta kosti var Luis búinn að skora þremur mínútum eftir að hann kom inn á!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan