| Sf. Gutt

Koss frá fyrirliðanum að launum

Luis Garcia átti von á góðu frá fyrirliða sínum eftir leikinn í gærkvöldi. Steven var skiljanlega mjög létt þegar Luis skoraði sigurmarkið gegn Arsenal og hann ætlaði að þakka Spánverjanum fyrir sig í samræmi við dag heilags Valentínusar. Það var auðvitað þungu fargi létt af Steven þegar Luis skoraði aðeins þremur mínútum eftir að hann kom til leiks. Ástæðan var auðvitað sú að Jens Lehmann markvörður Arsenal varði vítaspyrnu frá Steven Gerrard í fyrri hálfleik.

Steven hafði þetta að segja eftir leikinn. ,,Mér var sannarlega farið að finnast að þetta yrði ekki kvöldið okkar. þegar ég misnotaði vítaspyrnuna. Ég ætla að kyssa Luis þegar ég kem inn í búningsherbergið. Tímasetningin á markinu hefur kramið hjörtu Arsenal en okkur er alveg sama. Jens Lehmann var frábær og hann varði næstum allt sem hann þurfti að fást við frá okkur.

Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur. Aðalatriðið var að tapa ekki leiknum en sigurinn færir okkur mikinn andlegan hvata til að halda baráttunni áfram og ná að enda fyrir ofan Manchester United. Ef við höldum áfram að ná úrslitum eins og þessum þá hef ég ekki trú á því að Arsenal nái okkur heldur."  

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan