| HI

Benítez styður Morientes

Fernando Morientes hefur verið gagnrýndur mikið fyrir frammistöðu sína upp á síðkastið. Hann hefur aðeins skorað níu mörk í 44 leikjum en væntingar til hans hafa verið mun meiri og hann hefur einnig skorað töluvert meira fyrir önnur lið sem hann hefur spilað með. Rafael Benítez er hins vegar sannfærður um að mörkin eigi eftir að koma hjá Morientes.

"Enginn getur sagt að Morientes sé slakur leikmaður. Hann er mjög sterkur í loftinu, góður skotmaður með báða fætur, er með góðar hreyfingar og klára færi sín vel, hann er frábær leikmaður. Er hann að spila í samræmi við þetta. Kannski ekki. Þannig að við verðum að komast að því hvernig við getum breytt því. Ef maður vill að leikmaðurinn spili betur, skori mörk og byggi upp sjálfstraust verður hann að spila.

Tökum Crouch sem dæmi. Þegar fólk var að ræða um að hann gæti ekki skorað mörk héldum við honum í liðinu og á endanum komu mörkin. Nú er það sama uppi á tengingnum með Morientes. Hann leggur gríðarlega hart að sér. Ef menn fylgjast með honum í leikjum sjá menn hvað hann vinnur mikið og það verður að styðja leikmann sem er að leggja hart að sér.

Ég vil sjá Cissé, Crouch, Morientes og nú Fowler skora mikið af mörkum. En ég get ekki sem framkvæmdastjóri sagt: "Núna verður þú að skora." Ég get ekki sagt neitt slæmt um Morientes þegar dugnaður og vinnsla fyrir liðið er annars vegar. Ef hann heldur því áfram mun hann skora mörk. Fólk hefur hins vegar ætlast til meira af honum vegna orðsporsins sem hann hefur. Ef ungur leikmaður er keyptur sættir fólk sig við að hann þurfi tíma. En ef maður kaupir stjörnu vill fólk að hann sýni það sem hann getur strax. Það er eðliliegt. En hins vegar hafa kannski bestu markvörslurnar í deildinni verið gegn Morientes. Hann þarf aðeins smá heppni. Bestu framherjarnir hafa hæfileika og það hafa okkar framherjar líka. Þeir þurfa hins vegar heppni."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan